top of page

Víkur- Hvams- Þorpsheiðin er um 3 tíma gangur þó 1 tími muni hafa dugað ungum og sprækum sem vel þekktu leiðina á fyrri tímum. Algengt mun, sem dæmi, hafa verið að fara laus yfir Heiðina frá Hvammi og í verslun í Kirkjubólsþorpi en síðan með sjónum austur. Þetta er einkar létt leið, þurr og þokkaleg, mundi aukin heldur flokkast sem virkilega falleg.

                Það er ágætt að skilja bíla eftir við túngirðinguna utan við Víkurgerðisána. Þaðan er haldið með brúnum út Víkurhjallann (Þar sem komið er á "Götuhjallann" 64°53’21,07“Nb ; 13°50’38,17 Vl  hæð 76m) svo langt sem komist verður og það er ekki fyrr en talsvert utan við Merkigil (fuglaþúfa innan við Merkigil. 64°52’47,38“ Nb 13°49’32,31“ Vl 213m) og gæti maður þess að halda sig við brúnina þar til fyrir augu ber steinsúlu (einn aflangan stein) sem reyst hefur verið úti á ganginum sem myndar Nónkambinn, sér maður niður til bæja í Hvammi og Nónvatnið. (Þar sem sést til bæja í Hvammi á Nónhrygg 64°52’18,47“ Nb 13°48’37,34“ Vl 292m)

Það er hér sem passar að taka stefnuna á Leirufellið og fylgja bergganginum. Eftir að komið er yfir lækinn undir fellinu (Sunnan við vaðið á læknum. 64°52’14,35“ Nb 13°48’55,37“ Vl 317m) er gott að fara inn sauðagötur miðhlíðis og lækka sig svo örlítið þegar maður sér Stóravatn og fara hjallann ofan þess.

Það er betra að fara nær "fjallinu" yfir varpið einkum í bleytu, en þetta "fjall" eru Urðarbalaeggjarnar. það er farið inn og niður melana í átt að og stefnu á Bárðarpyttatjörnina. Á leiðinni er farið hjá hleðslubroti hlöðnu að stórum steini. (Hleðslan innan við læk. 64°50’53,24“ Nb 13°50’20,31“ Vl 280m)

Gott er að fara niður utan við Bárðarpyttatjörnina og beygja síðan inn neðan hennar. Lækur sem fellur innanvið tjörnina er huldulækur og í honum sá frægi pyttur sem á sínum tíma hirti Bárð. Þetta er örmjótt gat í dokkinni (Nb 64° 50'22,80";  Vl 13° 51'06,14")-. Héðan er svo haldið inn að Innri - Einarsstaðaá og henni fylgt niður í byggð.

Víkurheiði

Síðan virkar illa í símum og spjaldtölvum

bottom of page