top of page

Er ekki mjög létt leið og varlegt að ætla sér mikið innan við 4 tíma í ferðina. Það er bratt með köflum og þetta nær í 720m hæð.

                Á öldunni, 64°50’06,2“ N 13°57’24,4“, er gott að leggja bílum og fara síðan sem leið liggur SV upp á brúnina 64°49'53,53“N; 13°58'15,6“V í 290m, síðan í stefnu á Fanndalsskarðið og er hraunið neðan þess á 664°49'28,55N; 13°59'38,17 V í 485m hæð. Á þessu Hrauni er gott að ákveða hvaða gil á að halda upp í skörðin Fanndalsskarðið 64°49'8,35“ N; 14°00'14,49“ V og 700m hæð. Fanndalsskarðið og Fossdalsskarðið eru gönguleiðir fornar. Fanndalsskarðið og Fanndalir leiða niður að Þverhamri, Fossdalsskarðið inn og niður að Ormsstöðum. Milli skarðanna er mjög greiðfær leið norðan í Fanndalsfjallinu. Fossdalsskarðið á stað 64°49'29,2“N; 14°00'52,3“ V og í 720m hæð.

Innan við Fossdalsskarðið rís Nóntindur 851m á korti (Nóntindur frá Stöð, Ytri-Timburgatnatindur úr Breiðdal)

Brunnlækjargilið ofan og utan Ormsstaða er hentugur uppgöngu staður og fallegur, og ekki spillir gróðurinn birki og einir. Hér er líka rauðberjalyng eða týtuberjalyng og náttúrlega ber á góðum haustum. Hægt er að fara upp með Brunnlæknum hvoru megin sem er við gilið, en á stað 64°49'7,37'' N; 14°02'39,22'' V  314m við gilið þarf að taka ákvörðun um framhaldið en það er hvort fara eigi inn gilið og upp á móts við línuna en upp úr gilinu er leið sem ber ofan við efri tvístæðuna en hún er á Gilbrúnin  64°49'16,58''N;  14°02'16,59''V í 475m hæð, eða beint upp kambinn. Hafi verið komið austan að er farið að tvístæðunni og annað tveggja haldið inn og niður í gilið eða út hlíðina og niður kambinn. Leiðin inn og niður í gilið og út það, er um sumt léttari og skemmtilegri en út hlíðina og niður urðina er ögn styttra.

Fossdalsskarð

Síðan virkar illa í símum og spjaldtölvum

bottom of page