top of page

Stöðvarskarð

Um Jafnadal er ein þriggja gönguleiða milli Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar, Stöðvarskarð þetta er á austfirskan mælikvarða auðveld leið, fer hæst í 650m í skarðinu. Vegaslóði er alla leið vegna raflínunnar milli fjarðanna. Línan er nú árið 2017 aftengd nema yfir há skarðið. Hér eru punktar leiðarinnar eftir slóðinni, mest partinn. Farið er upp frá sjónvarpssendistöðinni Fáskrúðsfjarðarmegin.

Í 125m hæð á slóðinni var fyrst settur inn punktur 64°54´04,30" Nb. 13°58´16,12'' Vl -.

Í 225m neðan við lækjargil, Merkigil, beygir slóðin til austurs í átt að Eyrarfjalli og þar eru 64°53´50,10'' Nb. 13°58´26,20'' Vl-.

               

Á brúninni þar sem sér inn í dalbotninn er komið í 335m hæð 64°53´19,52'' Nb.; 13°58´25,12'' Vl. Dalurinn er svo með nokkuð jöfnum halla inn í botn þar sem nú, 2017, tekur við af jarðstrengnum  kafli með tvístæðum og nær yfir skarðið. 64°53´07,23'' Nb.; 13°58´31,19'' Vl. Önnur stæðan er svo í 425m á 64°53´00,36“ Nb.; 13°58´25,52'' Vl-. Héðan er haldið til austurs út með hlíðinni og komið að stórum steinum, björgum, með sérkennilegu mynstri, rétt ofan þeirra erum við á 64°52´57,36'' Nb.; 13°58´14,02'' Vl. í 490m og hér beygir slóðin úteftir og við höldum hana út í beygju í 555m hæð á 64°52´54,07 Nb.; 13°57´54,36'' Vl. þaðan sem leiðin liggur SV í Stöðvarskarðið sem er 650m á 64°52´49,49'' Nb.; 13°58´29,24'' Vl -.

                Frá Stöðvarfirði liggur slóðin upp utan girðingar í Stöð (utan Háteigs) sveigir svo V og brúnin þar sem sér inn dalinn er á 64°51´28,26'' Nb.; 13°57´58,48'' Vl. héðan sér inn dalinn og liggur slóðin hér niður að ánni og framan Tröllagilja, er hún á Framan Tröllagilja 64°51´34,08“ Nb. 13°58´19,44'' Vl. þetta er í um 230m. Alla vega erum við þar þegar við komum að 1000 manna helli á 1000 manna hellir  64°51´35,53'' Nb. 13°58´24,54'' Vl., þetta er skúti sem all margir vita af og er vafalítið gott skjól. Skútinn er samt ekki auðfundinn því hann er nánast ofan í ánni framan við fossinn austanmegin árinnar og þarf næstum að vaða til að komast í hann. Neðan við Djúpabotn er slóðin í 280m hæð og héðan á 64°51´49,80'' Nb. 13°58´35,24'' Vl. hækkar örar og passar að taka sveiginn upp að Einbúa en við setjum út vaðið á Þveránni fyrir bíla Vaðið á Þveránni fyrir bíla 64°52´13,48'' Nb. 13°58´54,40'' Vl.  og hæðin er 340m-.

Einbúi, Einbúar eru svo í 475m hæð á 64°52´19,22'' Nb. 13°58´10,50'' Vl. og eru vinsæll áningastaður sem gaman er að skoða. Frá Einbúa er svo brött en nokkuð greið leið á slóðina þar sem hún beygir til vesturs inn í skarðið 64°52´31,59'' Nb.; 13°58´16,12'' Vl. og hér er hæðin 535m-. Slóðin er svo grýtt og brött héðan og í Skarðið.

 VARÚÐ !!! Línan liggur utan við sjálft skarðið í svo miklum hliðarhalla að það er mjög stutt upp í austasta fasann, hann fer á kaf í snjóum.

Myndin er tekin frá Steiboganum í átt að Gráfellinu og Stöðvarskarðið er vinstramegin við Gráfellið

Síðan virkar illa í símum og spjaldtölvum

bottom of page