top of page

Hvalnesháls

Leiðin um Hálsinn frá Hvalnesi og suður í Hvamma er stutt, greiðfær og létt, en í Ytri-Hvammi er komið á þjóðveginn.

það hentar ágætlega að skilja við bíl á bílastæði innan við túnið á Hvalnesi í 20m hæð Hvalnesi 64°49'06,7''N; 13°53'42,18“V og halda þaðan út ofan girðingar en við úthornið er komið á slóðina, gömlu leiðina. Innanhalt í Hálsinum er grasblettur sem heitir því ágæta nafni Kringla og á há hálsinum er völvuleiði á 64°48'19,4''N; 13°52'7,12''V í 180m hæð. Þaðan er svo haldið til suðurs um Skollabotn og Steinshjalla og Ytri-Hvamm á veginn.

Úr öldinni átjándu

Af ferðamönnum um Hvalnesháls er í bókum getið um þrjá ógæfulega pilta.

„Hét einn Eiríkur Þorláksson og hafði hrökklast úr vist í Reyðarfirði á útmánuðum, (1784) annar Gunnsteinn Árnason, niðursetningur í Stöðvarfirði, er dregið hafði fram lífið á flakki, og Jón Sveinsson hinn þriðji, einnig kallaður á sveitarframfæri þar eystra, en sjúkur orðinn og máttlítill af harðrétti og kreppusótt.” (Kreppusóttin var öðru nafni skyrbjúgur.) „ Fundum þessara manna bar saman á Hvalnesi í Stöðvarfirði á uppstigningardagskvöld 1784-.” 

            Þessir menn gera að sögn „Aldarinnar” með sér félag og halda daginn eftir suður á Breiðdal þar sem þeir eyða tveim nóttum en fara þaðan upp Krossdalinn og búa um sig í miðjum klettum í Naphorninu, þar sem þeir gera sér byrgi og þaðan fara þeir til rána að Streiti. Eiríkur drepur Jón áður en þeir Gunnsteinn halda áfram suður í Berufjörð og Álftafjörð. Þeir voru svo teknir fyrir sauðaþjófnað norður á Melrakkasléttu seinna um sumarið. Í byrjun september voru þeir dæmdir, Eiríkur af lífi en Gunnsteinn í slaveríið fyrir lífstíð.

            Þeir Eiríkur og Gunnsteinn voru settir í einhverskonar birgi eða holu sunnan Eskifjarðar ásamt þriðja þjófnum Sigurði Jónssyni, allir voru þeir um tvítugt. Þarna voru þeir hafðir um veturinn. Um vorið deyja þeir úr hungri Gunnsteinn og Sigurður, og hafði Eiríkur afétið þá. Hálfum öðrum mánuði seinna er svo sýslumaðurinn á Eskifirði, Jón Sveinsson, kominn í Gvendarnes til að ráðskast með strand heilagrar Önnu frá Oporto í Portúgal.

Síðan virkar illa í símum og spjaldtölvum

bottom of page