
“Þessi frásögn stingur í stúf við aðrar frásagnir af landnámum í austfirðingafjórðungi. Hér er land numið af trúmanni, vavalaust freysdýrkanda, lífsvini og friðarhöfðingja frá Mæri, og hann kemur ekki sem flóttamðaur undan konungs ofríki, heldur “fýstist til Íslands”, hefur líklega fengið vitrun. Í frásögninni er ómur af sögu Ingimunda gamla, og hafa sama viðurefni báðir. (Mærina-helgi = friðun, dregið af héraðsheitinu Mæri (n))…
Ekki fara sögur af Stöðfirðingum í Autfirðinga sögum fornu. Þeir hafa líklega verið friðmenn góðir og athafnir þeirra ekki þótt fásagnar verðar af þeim sökum. Annars er þeim sem þetta skrifar ókunnug að kalla saga Stöðfirðinga frá því að framanritaðri landnámufrásögn lýkur og þangað til fer að grilla í fólk og atburði á 19. Öld og verður engin tilraun gerð til að bæta úr þeim þekkingaskorti að sinni…
Stöðvarfjörður tilheyrði Breiðdalshreppi til ársins 1906 en líklega hefur “sjálfstæðisbarrátta” verið komið á dagskrá fyrr…
Það mætti láta sér detta í hug, að ástæðan væri torleiðið um skriðurnar milli bygðalagana sem Olavíus segir um: “hann [vegurinn um skriðurnar] er sagður hættulegur, sakir þess hve mjór hann er; er það alltítt að hestar hrapi af honum niður í fjöru eða í sjóinn.””
Stöðvarfjörður tilheyrði Breiðdalshreppi til ársins 1906 en líklega hefur “sjálfstæðisbarrátta” verið komið á dagskrá fyrr…
Það mætti láta sér detta í hug, að ástæðan væri torleiðið um skriðurnar milli bygðalagana sem Olavíus segir um: “hann [vegurinn um skriðurnar] er sagður hættulegur, sakir þess hve mjór hann er; er það alltítt að hestar hrapi af honum niður í fjöru eða í sjóinn.””
Síminn kom til Stöðvarfjarðar 1914 að Stöð og Kirkjubóli. Sveitasími kom 1965. Sjónvarp 1970. Rafmagn frá díselstöð 1951.
(Ármann Halldórsson, Sveitir og jarðir í múlaþingi 3. Bindi, gefið út 1976 og kölluð Búkolla, Heimildarmaður: Arnleyfur Þorðarson, kirkjubóliseli)
Úr Skarðsárannál
Skarðsárannáll 1517 „Svo bar til á Löndum í Stöðvarfirði á Austfjörðum á Íslandi“. Já, þetta er svona, alla vega í þessari prentun sem ég er með og framhaldið svona: „Þar bjó sá maður, er Steingrímur hét, hans kona hét Anna; hún tók barnssótt um Mikaelsmessu, og síðan lá hún með þeirri sótt fram á föstu, og þá gróf hol á hennar kvið fyrir ofan naflann, og kom þar út handleggsbein barnsins holdlaust, og skammt þar eptir gróf þar nærri annað gat, og kom þar út hausskeljarbeinið, og voru þar úttekin öll líkamleg bein barnsins, en síðan greri konan innan lítils tíma.“