top of page

Í manntalinu 1703 er talið í breiðdalshreppi sem Stöðvarfjörður var hluti af og Stöðfirðingarnir voru 58. Til að flækja málin voru næstu manntöl tekin í Stöðvarsókn og sóknarmenn hefðu verið 82.

Ártöl - - ->

Frá og með manntalinu 1920 er talið í Stöðvarhreppi, þá eru Stöðfirðingar 168 og með 114 í Hafnarnesi og Gvendarnesi samanlagt í sókninni 282-.

Mantal 1930 er ekki komið á netið en við við fáum hjá Hagstofunni 1946 að Stöðfirðingar hafa verið 127 í hreppnum. En þá vantar Gvendarnes og Hafnarnes til að hægt sé að bera það saman við hin ártölin. Sama gildir um eftirfarandi ártöl.

“Þessi frásögn stingur í stúf við aðrar frásagnir af landnámum í austfirðingafjórðungi. Hér er land numið af trúmanni, vavalaust freysdýrkanda, lífsvini og friðarhöfðingja frá Mæri, og hann kemur ekki sem flóttamðaur undan konungs ofríki, heldur “fýstist til Íslands”, hefur líklega fengið vitrun. Í frásögninni er ómur af sögu Ingimunda gamla, og hafa sama viðurefni báðir. (Mærina-helgi = friðun, dregið af héraðsheitinu Mæri (n))…

Ekki fara sögur af Stöðfirðingum í Autfirðinga sögum fornu. Þeir hafa líklega verið friðmenn góðir og athafnir þeirra ekki þótt fásagnar verðar af þeim sökum. Annars er þeim sem þetta

Stöðvarfjörður tilheyrði Breiðdalshreppi til ársins 1906 en líklega hefur “sjálfstæðisbarrátta” verið komið á dagskrá fyrr…

Það mætti láta sér detta í hug, að ástæðan væri torleiðið um skriðurnar milli bygðalagana sem Olavíus segir um: “hann [vegurinn um skriðurnar] er sagður hættulegur, sakir þess hve mjór hann er; er það alltítt að hestar hrapi af honum niður í fjöru eða í sjóinn.””

Upphaf bygðar í Stöðvarfirði

skrifar ókunnug að kalla saga Stöðfirðinga frá því að framanritaðri landnámufrásögn lýkur og þangað til fer að grilla í fólk og atburði á 19. Öld og verður engin tilraun gerð til að bæta úr þeim þekkingaskorti að sinni…

“Segja má, að Stöðvarjörður væri að vissu leiti afskegtari en aðrir austfirðir sunnan Gerpis… Hann nær tiltulega skammt inn til lands”.

Innn við Stöðvardalinn, Jökultindinn, liggur leið milli Breiðdals og Fáskrúðsfjarðar, Reindalsheiði. Og innar Gagnheiði og Stuðlaheiði mill Breiðdals og Reyðafjarðar.

“Byrjað var að leggja veg út frá þorpinu innan sveitar 1937, en samband við vegakerfið náðist ekki fyrr en 1953, er samankomu vegaendar við Gvendarnes”. Einarstaðaár voru brúaðar árið 1952 og bílvegur kom um Kambaskriður 1962, sama ár og Stöðvarfjarðar var brúuð. 

 

Síminn kom til Stöðvarfjarðar 1914 að Stöð og Kirkjubóli. Sveitasími kom 1965. Sjónvarp 1970. Rafmagn frá díselstöð 1951.

(Ármann Halldórsson, Sveitir og jarðir í múlaþingi 3. Bindi, gefið út 1976 og kölluð Búkolla, Heimildarmaður: Arnleyfur Þorðarson, kirkjubóliseli)

Manntöl í Stöðvarfirði, Stöðvarsókn

1703 ((Talið með Breiðdalshreppi – Stöðfirðingar 58)(Í sókninni 82))

1816 - (Stöðvarsókn 55)

1835 – 88

1840 – 116

1845 – 106

1850 – 118

1855 – 120

1860 – 149

1870 – Manntal glataðist í Kaupmannahöfn

1880 – 168

1890 – 191

1901 – 258

1910 – 270

1920 – ((Stöðvarhreppur 168,) (Sóknin 282))

1956 – 160

1966 – 194

1976 – 325

1986 – 360

1987 - urðu Stöðfirðingar flestir 363 og þá er Hafnarnes og Gvendarnes komið í eyði

1996 – 288

2006 – 236

2016 - 197

Úr Skarðsárannál

Skarðsárannáll 1517  „Svo bar til á Löndum í Stöðvarfirði á Austfjörðum á Íslandi“. Já, þetta er svona, alla vega í þessari prentun sem ég er með og framhaldið svona: „Þar bjó sá maður, er Steingrímur hét, hans kona hét Anna; hún tók barnssótt um Mikaelsmessu, og síðan lá hún með þeirri sótt fram á föstu, og þá gróf hol á hennar kvið fyrir ofan naflann, og kom þar út handleggsbein barnsins holdlaust, og skammt þar eptir gróf þar nærri annað gat, og kom þar út hausskeljarbeinið, og voru þar úttekin öll líkamleg bein barnsins, en síðan greri konan innan lítils tíma.“

Síðan virkar illa í símum og spjaldtölvum

bottom of page